Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2024 voru afhent í kvöld og voru það 26 verðlaunastyttur sem fóru á flug auk heiðursverðlauna ársins og útnefningar björtustu vonarinnar í íslensku tónlistarlífi. Meðal óvæntra gesta var bresk íslenska stórstjarnan Damon Albarn sem steig á svið. 12.3.2025 22:05
Skálað fyrir skíthræddri Unni Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði. 12.3.2025 20:57
Stórafmælið hefur afleiðingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fimmtugur í dag. Hann segir það hafa afleiðingar, því nú er hann á leið í smá frí og tekur varaþingmaður sæti hans á þingi á meðan. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvert hann ætli, finnst þetta undarleg tímamót en segir að nú gefist sér tími í bókaskrif. 12.3.2025 14:52
Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Blásið verður til Íslandsmeistaramótsins í Ólsen ólsen næsta laugardag. Stefán Árni Pálsson spáði í spilin fyrir mótið í Ólsen ólsen extra, sérstökum þætti fyrir mót ásamt Tomma Steindórs dagskrárstjóra X977 og Ingimari Helga Finnssyni, keppanda í mótinu. 12.3.2025 11:30
Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi. 11.3.2025 16:45
Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10.3.2025 15:03
Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction. 10.3.2025 13:20
Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Vinningstillagan í samkeppni um útilistaverk í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavík er verkið Rif eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. 10.3.2025 12:54
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. 10.3.2025 10:04
„Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál. 9.3.2025 07:03