Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. 30.9.2024 15:00
Útilokar ekki að bjóða sig aftur fram Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings. 30.9.2024 11:02
Inga Lind gengin út Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions er gengin út. Sá heppni heitir Sigurður Viðarsson og er viðskiptamaður. 30.9.2024 09:24
Lítil tengsl við okkar innri kynveru koma niður á kynlífinu Íris Stefanía Skúladóttir listakona segir allt of marga ekki vera í tengslum við sína innri kynveru hér á landi. Hún segir það mikinn misskilning að það að vera kynferðislegur sé það sama og að hafa náð góðum tengslum við kynveruna. 30.9.2024 07:02
Mamma byrjuð að undirbúa stúdentsveislu þegar fregn barst af falli Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. 29.9.2024 07:02
Fréttatía vikunnar: Þingframboð, þýfi og brúarframkvæmdir Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 28.9.2024 07:00
„Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. 27.9.2024 20:02
Þriðja barnið á leiðinni Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir eiga von á sínu þriðja barni. Þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum. 27.9.2024 16:43
Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. 27.9.2024 16:02
Heldur ekki vatni yfir konunni sinni George Clooney heldur ekki vatni yfir eignkonu sinni Amal Clooney og lét það svo sannarlega í ljós þegar fjölmiðlar náðu tali af hjónunum á rauða dreglinum fyrir afhendingu mannréttindaverðlaunanna The Albies sem skipulögð eru undir merkjum góðgerðarsamtaka þeirra hjóna. Hjónin fagna í dag tíu ára brúðkaupsafmæli. 27.9.2024 15:31