Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sveitar­stjóri fái að fara suður aðra hverja viku

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi.

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Tak­­marka eigi lausa­­göngu katta til að hlífa fuglum

Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu.

Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“

Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess.

Tarantino segir Gurru grís vera bestu út­flutnings­vöru Breta

Quentin Tarantino, kvikmyndaleikstjóri, hefur horft mikið á teiknimyndaþættina Gurru grís með tveggja ára syni sínum, Leo. Tarantino nýtur þáttanna ekki síður en sonurinn og sagði nýlega að Gurra grís væri „besta útflutningsvara Breta á þessum áratugi.“

Fundu mögu­legar sprengjur heima hjá bana­manni Abe

Mögulegt sprengjuefni fannst við leit lögreglunnar í íbúð hins 41 árs gamla Tetsuya Yamagami sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, til bana í nótt. Abe var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar en lést af sárum sínum nokkrum tímum síðar.

Segir Si­evi­eródo­netsk á barmi mannúðar­hörmunga

Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina.

Sjá meira