Reyndi að stela steikarhnífum í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum. 16.8.2023 06:36
Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15.8.2023 12:08
Erlendum ríkisborgurum fjölgað um tíu prósent frá desember Erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi voru 71.250 þann 1. ágúst síðastliðinn. Þeim fjölgaði um 6.665 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 10,3 prósent. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um helming á tímabilinu. 15.8.2023 09:46
Fjögur sóttu um stöðu dómara við Landsrétt Fjórir umsækjendur sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Starfið er laust vegna leyfis skipaðs landsréttardómara og er skipað í það til og með 28. febrúar 2029. 15.8.2023 08:40
Þrjátíu látnir eftir sprengingu í Rússlandi Þrjátíu létust og rúmlega sjötíu særðust í gríðarmikilli sprengingu sem átti sér stað á bensínstöð í Dagestan í suðurhluta Rússlands í nótt. 15.8.2023 07:59
Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15.8.2023 07:23
Grunsamlegur maður með ryksugu Það var tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar frá gærkvöldinu og nóttinni. Henni barst tilkynning um grunsamlegan mann í miðborginni og æstan mann í Breiðholtinu. 15.8.2023 06:29
Lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur í Arizona á þriðjudag. Hann hafði sest á hækjur sér til að vera ekki fyrir á ljósmyndum ferðamanna þegar hann féll aftur á bak niður í gljúfrið. 14.8.2023 16:53
Söngleikjahöfundurinn Tom Jones látinn Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu. 14.8.2023 15:56
Umferð á hringveginum aldrei verið meiri Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet. 14.8.2023 14:49