Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan. 20.8.2023 18:06
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20.8.2023 17:46
Mikilvægt að gera almennilegar ískúlur og vera ekki dónalegur Systkinin Jökull og Lóa verða með ísbúð í miðbænum á menningarnótt þriðja árið í röð. Krakkana dreymdi um að verða íssalar og slógu til fyrir tveimur árum. Íssalan verður metnaðarfyllri með hverju árinu. 19.8.2023 07:00
Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. 18.8.2023 09:55
Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. 18.8.2023 09:22
Britney hafi haldið framhjá með starfsmanni Sam Ashgari, eiginmaður Britney Spears, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hann sótti um skilnað. Ástæðan fyrir skilnaðinum ku vera framhjáhald Britney en slúðurmiðlar vestanhafs herma að hún hafi haldið við starfsmann sinn. 18.8.2023 08:14
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18.8.2023 07:17
Próflaus og ölvaður með farþega í skottinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkra ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi. Voru þeir handteknir og færðir til blóðsýnatöku. 18.8.2023 06:27
Virðast vera aðeins meira en bara vinir Rappararnir Drake og Sexyy Red hafa enn á ný kynnt undir orðróm þess efnis að þau séu aðeins meira en bara vinir. 17.8.2023 09:46
Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. 17.8.2023 08:44