Myndaveisla: Blaðamannafundur og gamlir ráðherrar í nýjum búning Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á Bessastöðum til að tilkynna ráðherraskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hér má sjá myndir frá deginum, vandræðalega svipi, boðflennu og glens ráðherra. 15.10.2023 00:05
Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta. 14.10.2023 23:25
Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. 14.10.2023 23:13
Ísraelar hæfðu flugvöllinn í Aleppo í loftárás Ísraelar eru sagðir hafa hæft Aleppo-flugvöll í Sýrlandi í loftárás. Talið er að loftárásin eigi að trufla íranskt birgðakerfi til Sýrlands. 14.10.2023 22:00
Þingflokkurinn fagni afsögn eigin formanns sem hans besta verki Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins. 14.10.2023 21:32
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14.10.2023 19:18
Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. 14.10.2023 17:54
Palestínumenn flýja í massavís áður en innrás Ísraela hefst Palestínumenn hafa flúið í massavís frá norðurhluta Gasastrandar í dag eftir að Ísrael sagði rúmlega milljón íbúum svæðisins að rýma það áður en innrás ísraelska hersins hefst í fyrramálið. 14.10.2023 00:11
Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. 13.10.2023 22:22
Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. 13.10.2023 21:38