Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5.2.2024 22:34
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3.2.2024 06:36
Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. 2.2.2024 09:11
Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. 1.2.2024 19:53
Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. 1.2.2024 12:15
Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30.1.2024 20:20
Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. 28.1.2024 07:07
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24.1.2024 19:48
Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. 23.1.2024 15:17
Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. 10.1.2024 23:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent