Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2.4.2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30.3.2025 14:30
Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt. 28.3.2025 22:55
Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis. 26.3.2025 21:42
Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. 26.3.2025 11:02
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25.3.2025 22:44
Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. 24.3.2025 14:14
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. 23.3.2025 22:40
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22.3.2025 16:44
Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu. 20.3.2025 22:22