Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6.4.2020 16:38
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6.4.2020 15:30
Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði þar fjórða daginn í röð. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum. 6.4.2020 13:31
Yfir 1.500 nú greinst smitaðir Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.562 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 76 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 1.486 nýjum smitum. 6.4.2020 12:52
Austurríki býr sig undir að slaka á aðgerðum Leyft verður að opna verslanir í Austurríki í næstu viku þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hægst hefur á útbreiðslunni í Austurríki og telja stjórnvöld nú tímabært að létta á samkomubanni þar. 6.4.2020 10:41
Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. 6.4.2020 10:10
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4.4.2020 03:30
„Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi núna Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum. 3.4.2020 15:40
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3.4.2020 15:21
Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 3.4.2020 14:54