Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22.9.2020 14:40
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22.9.2020 13:00
Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. 22.9.2020 12:09
Handtóku leiðtoga sértrúarsafnaðar í Síberíu Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju síðustu ritningarinnar í afskekktum hluta Síberíu í dag. 22.9.2020 10:48
Handtóku konu sem sendi eitur til Hvíta hússins Kona sem er grunuð um að hafa sent eitur í pósti til Hvíta hússins og löggæslustofnana í Texas var handtekin á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bréfin virðist konan hafa póstlagt í Kanada og stendur rannsókn yfir í Quebec. 21.9.2020 16:46
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21.9.2020 15:53
Trump ætlar að tilnefna dómaraefni í þessari viku Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti til að fylla autt sæti í Hæstarétti gæti verið kynnt þegar á föstudag eða laugardag, að sögn forsetans. 21.9.2020 14:37
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur að bana Tveir sprengjusérfræðingar létust þegar sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni sprakk á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gær. 21.9.2020 13:42
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21.9.2020 12:16
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21.9.2020 11:21