Fundu málmgufur utan um halastjörnur Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. 19.5.2021 15:01
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. 19.5.2021 13:15
Berlusconi sagður alvarlega veikur Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er alvarlega veikur. Saksóknari sem rekur mál gegn honum í Mílanó hefur óskað eftir því að réttarhöldum verði tímabundið frestað vegna veikinda hans. 19.5.2021 12:47
Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19.5.2021 10:00
Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. 18.5.2021 16:56
Repúblikanar á móti rannsókn á árásinni á þinghúsið Leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings styður ekki tillögu um að óháð nefnd beggja flokka rannsaki mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar. Sumir flokksbræður hans hafa undanfarið tekið til við að gera lítið úr alvarleika árásarinnar. 18.5.2021 16:22
Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. 18.5.2021 13:34
Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. 18.5.2021 11:33
Föngum gert að velja á milli aftökusveitar eða rafmagnsstóls Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur. 17.5.2021 15:52
Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. 17.5.2021 15:08