Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum

Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina.

Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play

Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu.

Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds birti í dag nýja kitlu úr leiknum Starborne: Frontiers sem kemur út um mitt næsta ár. Leikurinn er hannaður fyrir snjallsíma en verður einnig spilanlegur á PC-tölvum.

Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur

Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi

Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.

Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert.

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York

Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Sjá meira