Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. 3.4.2023 11:57
Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. 3.4.2023 10:06
Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. 3.4.2023 08:37
Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. 31.3.2023 15:00
Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31.3.2023 14:42
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31.3.2023 11:37
Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. 31.3.2023 10:24
Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31.3.2023 09:12
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30.3.2023 15:29
Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. 30.3.2023 14:26