Gjaldþrot N4 nam 89 milljónum króna Lýstar kröfur í N4 ehf. námu 89 milljónum króna, en ekkert greiddist upp í rúmlega 84 milljónir þeirra. Fyrirtækið starfrækti sjónvarpstöðina N4 í fimmtán ár. 13.3.2024 14:57
Telur saklausar ástæður liggja að baki stormsins í kringum Katrínu „Maður þarf að passa sig. Það er rosa auðvelt að falla fyrir einhverjum svona kenningum,“ segir Guðný Ósk Laxdal, kennari og royalisti, um samsæriskenningar sem hafa sprottið upp undanfarnar viku um Katrínu Middleton, prinsessuna af Wales. 13.3.2024 13:48
Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk 12.3.2024 16:39
Hrottafengnar lýsingar á morðinu á þrettán ára stúlkunni Sautján ára piltur sem var handtekinn í kjölfar morðs á þrettán ára stúlku í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi, er grunaður um að hafa orðið henni að bana. 12.3.2024 15:25
Forstjóraskipti hjá Origo Ari Daníelsson mun taka við starfi forstjóra Origo, en núverandi forstjóri, Jón Björnsson, mun láta af störfum í lok apríl 2024. Ari hefur setið í stjórn Origo frá árinu 2022 og gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2023. 12.3.2024 15:03
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12.3.2024 13:42
Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12.3.2024 13:04
Hræ hnúfubaks í Hrísey legið lengi Hræ hnúfubaks fannst í fjöru Hríseyjar á dögunum. Talið er að hvalurinn hafi legið í flæðarmálinu í talsverðan tíma án þess að nokkur hafi orðið hans var. 12.3.2024 10:51
Brotnaði illa í sleðaferð „Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina. 11.3.2024 15:49
Tók hundrað sígarettukarton og sleppti því að borga Karlmaður hlaut í dag níutíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að stela tæplega hundrað kartonum af sígarettum í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 11.3.2024 13:43