Sagður hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með steikarpönnu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni, en meint brot áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi árið 2022, þegar þau voru enn gift. 25.5.2024 08:01
Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás. 25.5.2024 07:01
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24.5.2024 16:51
Ákærður fyrir að nauðga barnungri hálfsystur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær nauðganir en önnur þeirra beindist gegn barnungri hálfsystur hans. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2021, annars vegar í maí og hins vegar í júní. 24.5.2024 08:00
Orðalag þurfi að vera nægilega skýrt fyrir sæmilega upplýstan neytanda EFTA dómstóllinn segir að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. 23.5.2024 15:25
Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. 23.5.2024 14:12
Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. 23.5.2024 11:55
„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23.5.2024 08:57
Ákærður fyrir stunguárás á akbraut Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann tvisvar sinnum um nótt á þessu ári, en dagsetning atviksins kemur ekki fram í nafnhreinsaðri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum. 22.5.2024 16:47
Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. 22.5.2024 15:52