Einar Þórarinsson nýr framkvæmdastjóri Ljósleiðarans Einar Þórarinsson hefur verið í ráðinn í starf framkvæmdastjóra Ljósleiðarans. Einar hefur áður starfað hjá Sidekick Health, Advania og Vodafone. Þetta kemur fram í tilkynningu. 31.8.2023 17:01
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31.8.2023 14:45
Hafnarfjörður kaupir ráðhús á 350 milljónir Hafnarfjarðarbær hefur keypt hús Íslandsbanka að Strandgötu í Hafnarfirði. Kaupverðið er 350 milljónir króna. 31.8.2023 13:58
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31.8.2023 09:52
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31.8.2023 09:31
Íslenskir skátaforingjar fá hjálp eftir gríðarlega erfiða Kóreuferð Bandalag íslenskra skáta vinnur nú að því að veita fararstjórum og foringjum sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, ásamt stórum hópi ungra skáta, aðstoð og hjálp. Þeir voru settir í mjög erfiðar aðstæður, en skipulag mótsins var ekki með besta móti, og þar að auki var veðrið í Kóreu mjög erfitt viðureignar. 31.8.2023 07:00
Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. 30.8.2023 13:43
Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29.8.2023 17:00
Stormur í kortunum en óljóst hvar Búist er við stormi og rigningu á landinu um helgina. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvar á landinu veðrið verður verst. 29.8.2023 11:47
Bein útsending: Starfshópar Svandísar kynna sjálfbærni í sjávarútvegi Starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar munu kynna niðurstöður sínar er varða sjálfbærni í sjávarútvegi. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. 29.8.2023 11:46