„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23.4.2025 09:29
Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Lögreglan á Suðurnesjum varar sérstaklega við svikapósti eða SMS-i sem á að vera frá Póstinum. 23.4.2025 08:03
Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. 23.4.2025 07:35
Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju telur málsháttinn sem þingmaðurinn Snorri Másson fetti fingur út í bara býsna fínan. 22.4.2025 15:43
Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni. 22.4.2025 12:59
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Lyklaskipti fóru fram í morgun á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Egill Heiðar Anton Pálsson tók við stjórn leikhússins. 22.4.2025 12:20
Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22.4.2025 08:48
„Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11.4.2025 15:15
Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Kvikmyndaskólinn berst enn á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Starfsmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði en þegar átti að fara að skrúfa fyrir rafmagnið, sem hefði siglt starfseminni endanlega upp á sker, efndu þeir til samskota og borguðu reikninginn – við illan leik. 11.4.2025 12:01
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10.4.2025 14:54