Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku

Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum.

Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis verður aukið verulega á næstu árum

Heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum verður rýmkað nokkuð á komandi árum þannig að lögbundið hámark erlendra eigna verður fært úr því að mega vera að hámarki 50 prósent af heildareignum sjóðanna upp í 65 prósent. Mun þessi breyting taka gildi í fimmtán jafn stórum skrefum á árunum 2024 til 2038.

Kvika eignastýring skortselur tryggingafélagið VÍS

Sjóðir í rekstri Kviku eignastýringar hafa verið að skortselja VÍS en í byrjun þessarar viku voru þeir með hreina skortstöðu sem nam 0,53 prósentum af útgefnu hlutafé tryggingafélagsins.

Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár.

Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst

Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra.

Sjá meira