Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum. 9.3.2022 20:01
Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis verður aukið verulega á næstu árum Heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum verður rýmkað nokkuð á komandi árum þannig að lögbundið hámark erlendra eigna verður fært úr því að mega vera að hámarki 50 prósent af heildareignum sjóðanna upp í 65 prósent. Mun þessi breyting taka gildi í fimmtán jafn stórum skrefum á árunum 2024 til 2038. 9.3.2022 16:33
Kvika eignastýring skortselur tryggingafélagið VÍS Sjóðir í rekstri Kviku eignastýringar hafa verið að skortselja VÍS en í byrjun þessarar viku voru þeir með hreina skortstöðu sem nam 0,53 prósentum af útgefnu hlutafé tryggingafélagsins. 9.3.2022 14:46
Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu „Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan. 8.3.2022 17:09
Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8.3.2022 12:04
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7.3.2022 17:57
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5.3.2022 15:01
Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár. 3.3.2022 10:30
Kóngsbakki tvöfaldar hlut sinn í Play, félag Andra selur í fyrsta sinn Eignarhaldsfélagið Kóngsbakki, sem er í eigu hjónanna Gunnars Örlygssonar og Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, bætti umtalsvert við hlut sinn í Play í síðasta mánuði og er núna tólfti stærsti eigandi flugfélagsins með rúmlega tveggja prósenta hlut. 2.3.2022 18:13
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra. 28.2.2022 19:00