Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst. 17.5.2022 07:00
Kvika skilar 16 prósenta arðsemi og hækkar afkomuspá bankans Hagnaður Kviku banka á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.740 milljónum króna, sem var í samræmi við áætlanir á fjórðungnum, og arðsemi af efnislegu eigin fé félagsins fyrir skatta var 16,1 prósent. 12.5.2022 16:58
Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12.5.2022 11:43
Kvika fær sömu einkunn og stóru bankarnir í fyrsta lánshæfismatinu Forstjóri Kviku segir að ný lánshæfiseinkunn sem bankinn hefur fengið frá Moody´s muni gegna stóru hlutverki í að lækka fjármagnskostnað félagsins. 12.5.2022 09:01
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil. 11.5.2022 18:31
Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa. 11.5.2022 13:36
Uggur og ótti á mörkuðum: Horfurnar betri á Íslandi en óvissan áfram ráðandi Ef seðlabankar iðnríkja sjá sig knúna til að hækka vexti hratt og mikið vegna ótta um að verðbólgan sé að fara úr böndunum gæti það leitt efnahagssamdráttar. Verði slík sviðsmynd að veruleika, sem er ekki útilokað, þá mun það setja áfram þrýsting á eignamarkaði eins og hlutabréf sem hafa nú þegar lækkað skarpt hér heima og erlendis. 10.5.2022 16:19
Andri og Birgir með helmingshlut í félagi sem fjárfestir í fiskeldi Eignarhaldsfélagið ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), sem var stofnað í fyrra og hefur það meginmarkmiði að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi, sótti sér samtals 1.450 milljónir króna frá innlendum fjárfestum til að fjármagna fyrstu tvær fjárfestingar félagsins á árinu 2021. 9.5.2022 17:31
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára. 9.5.2022 12:37
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6.5.2022 09:31