Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn

Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands.

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri

Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Dýr erlend fjármögnun „áhyggjuefni“ og gæti þýtt verri lánakjör fyrir fyrirtæki

Það er „áhyggjuefni“ hvað fjármögnun bankanna á erlendum mörkuðum er orðin dýr og ef sú staða snýr ekki við á næstunni mun það að óbreyttu skila sér í versnandi lánakjörum fyrir íslenskt atvinnulíf, að sögn seðlabankastjóra. Hann segist ekki geta tjáð sig um umfangsmikil gjaldeyriskaup Landsbankans á millibankamarkaði á síðustu mánuðum og hvort þau kunni að tengjast stórri afborgun bankans á erlendu láni sem er á gjalddaga á fyrri helmingi næsta árs.

Inn­lán at­vinnu­fyrir­tækja aukist um fjórðung frá ára­mótum

Ekkert lát er á umfangsmiklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja í bönkunum og hafa þau aukist langt umfram verðbólgu á árinu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa innlánin tekið um 70 milljarða króna stökk, eða um heil tíu prósent, þar sem líklegt má telja að muni mikið um stórar greiðslur sem hafa borist eftir söluna á Mílu og Tempo.

Genís klárar 2,4 milljarða króna hlutafjáraukningu

Íslenska líftæknifyrirtækið Genís sem hefur um tveggja áratuga skeið unnið að rannsóknum og þróun á lífvirkum kítínfásykrum til notkunar í fæðubótarefnum, lyfjum og við beinígræðslu hefur lokið fjármögnun sem felur í sér hlutafjáraukningu að fjárhæð 2,4 milljarðar króna.

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán

Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.

Fjárfestu seldu sig út úr verðbréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða

Talsvert var um innlausnir fjárfesta í verðbréfasjóðum í október, einkum í sjóðum sem fjárfesta í skuldabréfum, þrátt fyrri að bæði vísitala hlutabréfa og skuldabréfa hafi hækkað í Kauphöllinni í síðasta mánuði. Óvenju miklar verðlækkanir samtímis útflæði á árinu þýðir að eignir skuldabréfasjóða hafa minnkað um 44 milljarða frá áramótum og ekki verið minni frá því í ágúst í fyrra.

Sjá meira