Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stærstu hlut­hafar sagðir ætla að taka þátt í út­boði Play og verja sinn hlut

Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum.

Play gefur ekkert upp um rann­sókn FME á mögu­legri markaðs­mis­notkun

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana.

Ís­lenskir líf­eyris­sjóðir um­svifa­miklir í tæp­lega átta milljarða út­boði Amaroq

Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári.

Inn­flæði í ríkis­bréf knúði Seðla­bankann í nærri tíu milljarða gjald­eyris­kaup

Á fyrstu vikum ársins hafa erlendir fjárfestar bætt við stöðu sína í löngum ríkisbréfum fyrir að lágmarki vel á annan tug milljarða króna. Seðlabankinn réðst í umfangsmikil gjaldeyriskaup síðastliðinn föstudag, þau fyrstu í meira en tuttugu mánuði, til að mæta miklu fjármagnsinnflæði þegar erlendur sjóður keypti stóran hluta alls útboðs ríkisins á óverðtryggðum bréfum.

Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hluta­fé

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.

Nýr for­stjóri bregst við gagn­rýni fjár­festa og lækkar veru­lega af­komu­spá Marel

Nýr forstjóri Marel hefur komið til móts við gagnrýni fjárfesta um óraunhæf rekstrarmarkmið með því að lækka talsvert afkomuspá félagsins fyrir þetta ár og segir að fyrsti fjórðungur „verði þungur“ vegna krefjandi markaðsaðstæðna. Framlegðarhlutfall Marel var lítillega undir væntingum greinenda á síðasta fjórðungi 2023 á meðan nýjar pantanir jukust meira en gert var ráð fyrir auk þess sem félagið skilaði verulega bættu sjóðstreymi sem gerði því kleift að létta á skuldsetningu.

Varar við „sterkri inn­spýtingu“ frá stjórn­völdum við gerð kjara­samninga

Kröfur breiðfylkingar stærstu verkalýðsfélaga landsins um myndarlega aðkomu stjórnvalda við gerð kjarasamninga með því að stórauka ýmsar bætur í tilfærslukerfunum væru til þess fallnar að ýta undir verðbólgu, rétt eins og miklar launahækkanir, og það er „mikilvægt“ að samningaaðilar geri sér grein fyrir því, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir Seðlabankann vera „mjög meðvitaðan“ um að ört hækkandi raunvaxtastig kunni á ákveðnum tímapunkti vera farið að valda meiri skaða en ávinningi.

Vextir haldast ó­breyttir en spennan fer minnkandi og verð­bólgu­horfur batna

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum.

Bankinn mun vilja „bíða og sjá“ og heldur vöxtum ó­breyttum þriðja fundinn í röð

Margt hefur fallið með peningastefnunefnd Seðlabankans frá síðustu ákvörðun, sem endurspeglast í vísbendingum um hratt kólnandi hagkerfi og lækkandi verðbólgu- og verðbólguvæntingum, en vegna óvissu um lyktir kjarasamninga og áhrifin á ríkissjóð vegna jarðhræringana á Reykjanesi mun nefndin vilja „bíða og sjá“ og heldur því vöxtum óbreyttum í vikunni, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Sumir telja hins vegar enga ástæðu til að bíða með að hefja vaxtalækkunarferlið enda sé raunvaxtastigið búið að hækka „verulega umfram“ það sem Seðlabankinn hafi reiknað með.

Sjá meira