Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka

Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells.

Hagnaður Íslandssjóða meira en tvöfaldaðist og nam yfir einum milljarði

Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir skilaði hagnaði upp á 1.028 milljónir króna á árinu 2021 og jókst hann um 113 prósent á milli ára. Samtals námu eignir í stýringu Íslandssjóða, sem er í eigu Íslandsbanka, 410 milljörðum króna í árslok 2021 og hækkuðu þær um rúmlega 60 milljarða í fyrra.

Ísland fært upp um flokk hjá FTSE, „gríðarlega stór tímamót“ fyrir markaðinn

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell ákvað í gær að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn upp í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) og tekur sú breyting gildi við opnun markaða 19. september á þessu ári. Uppærslan mun greiða fyrir innflæði „verulegs fjármagns“ inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra félaga, að sögn Kauphallarinnar.

Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins

Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut.

Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa.

Verðmetur Alvotech á 540 milljarða skömmu fyrir skráningu á markað

Heildarvirði íslenska líftæknifyrirtækisins Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi, er metið á um 90 prósent hærra gengi í nýju verðmati miðað við þann verðmiða sem var sett á félagið þegar það lauk um 60 milljarða króna fjármögnun undir lok síðasta ár.

Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka

Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum.

Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar ekki „tískufyrirbæri,“ segir formaður LIVE

Með því að marka sér heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar er Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) á engan hátt á sama tíma að slá af kröfum um arðbærni og áreiðanleika fjárfestinga. Stefnan er hins vegar sett á fjárfestingar sem standast breyttar kröfur til þeirra sem eru „óðum að verða ráðandi í heiminum,“ einkum hjá stærstu fjárfestunum.

Hagnaður Stefnis tvöfaldast og var yfir 1.600 milljónir

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir skilaði hagnaði upp á 1.618 milljónir króna á árinu 2021, sem einkenndist af verðhækkunum í Kauphöllinni og aukinni ásókn almennings í hlutabréfafjárfestingar, og jókst hann um 93 prósent frá fyrra ári. Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er í eigu Arion banka, jukust um 58 milljarða og námu 288 milljörðum í árslok.

Fjárfestar minnka lítillega við sig í hlutabréfasjóðum í skugga stríðsátaka

Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru rúmlega 840 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn frá því þegar faraldurinn stóð hvað hæst á fyrri hluta ársins 2020 sem merkja má útflæði úr hlutabréfasjóðum en markaðir, bæði hér heima og erlendis, einkenndust af mikilli óvissu í liðnum mánuði vegna stríðsátakanna í Úkraínu.

Sjá meira