Bandarískur fjármálarisi bætir enn við hlut sinn í Íslandsbanka Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Capital Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá skráningu hans á markað í fyrra, juku enn frekar við eignarhlut sinn í bankanum fyrr í þessum mánuði með kaupum á bréfum fyrir samtals nærri 400 milljónir króna. Capital Group fer núna með 5,22 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. 20.5.2022 08:20
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19.5.2022 18:24
Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar. 19.5.2022 16:39
Hlutabréfaverð Íslandsbanka fellur og nálgast gengið í útboði ríkissjóðs Gengi bréfa Íslandsbanka hefur lækkað um tvö prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun og stendur nú í 117,8 krónum á hlut. Hlutabréfaverðið er því aðeins tæplega einni krónu hærra, eða sem nemur 0,7 prósentum, en þegar ríkissjóður seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals tæplega 53 milljarða króna fyrir um tveimur mánuðum. 19.5.2022 11:03
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18.5.2022 16:33
Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. 18.5.2022 14:57
Stokkað upp í stjórn stærsta fjárfestingafélags landsins Á aðalfundi Eyris Invest fyrr í þessum mánuði var Kristín Pétursdóttir, sem hefur lengst af starfað í fjármálageiranum og var um tíma stjórnarformaður Kviku banka, kjörin ný inn í stjórn fjárfestingafélagsins. 18.5.2022 12:26
Útboð ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við jafnræðisreglu, segir LOGOS Ákvörðun um að takmarka þátttöku í útboði ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum við hæfa fjárfesta án þess að setja sérstök skilyrði um lágmarkstilboð fól ekki í sér, að mati lögmannsstofunnar LOGOS, brot gegn jafnræðisreglu. Bankasýsla ríkisins, sem sá um framkvæmd söluferlisins, hafi sömuleiðis gert „fullnægjandi ráðstafanir“ til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu. 18.5.2022 06:43
Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst. 17.5.2022 07:00
Kvika skilar 16 prósenta arðsemi og hækkar afkomuspá bankans Hagnaður Kviku banka á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.740 milljónum króna, sem var í samræmi við áætlanir á fjórðungnum, og arðsemi af efnislegu eigin fé félagsins fyrir skatta var 16,1 prósent. 12.5.2022 16:58