Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23.6.2022 06:49
Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott. 23.6.2022 06:34
Vaktin: Ráðast að öryggisstofnunum í Lysychansk Finnar eru reiðubúnir ef Rússar ráðast gegn þeim og munu verjast ötullega, segir Timo Kivinen, yfirmaður finnska heraflans. 22.6.2022 08:17
Stjórnvöld hyggjast flokka öll gögn í öryggisflokka Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú skjal þar sem lögð eru drög að flokkkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka. Flokkarnir segja til um hvers konar varnir og ráðstafanir þarf að viðhafa fyrir gögn í umræddum flokki en engin samræmd öryggisflokkun hefur verið viðhöfð þar til nú. 22.6.2022 07:44
„Hvað á að gera þegar þessir menn fara á eftirlaun?“ Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir þungt hljóð í heilbrigðisstarfsmönnum víða á landinu. Ástandið sé ekki síður erfitt þar heldur en á Landspítalanum. 22.6.2022 06:57
Sá ekki börnin koma aðvífandi á rafmagnshlaupahjólum Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, fyrir utan tilkynningu sem barst um klukkan hálf ellefu þar sem greint var frá umferðarslysi í Kópavogi. 22.6.2022 06:41
Að minnsta kosti 255 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í Afganistan Að minnsta kosti 255 eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir í Afganistan í morgun. Skjálftinn, sem var 6,1 að stærð, átti upptök sín nærri bænum Khost, suður af höfuðborginni Kabúl. 22.6.2022 06:27
Spá takmörkuðum landvinningum en síðan pattstöðu Samkvæmt umfjöllun New York Times telja embættismenn vestanhafs að myndin í Úkraínu sé að skýrast; Rússar muni líklega leggja undir sig meira svæða í austurhluta landsins en mæta harðri andspyrnu sífellt betur vopnaðra Úkraínumanna og ekki ná algjörum yfirráðum yfir Donbas. 21.6.2022 12:42
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21.6.2022 09:23
Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. 21.6.2022 08:29