Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar. 1.12.2022 06:12
Katrín og Lilja þráspurðar um ábyrgð og mögulegt vanhæfi Bjarna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði miklum hluta fyrirspurnatíma á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í að svara fyrir möguleg afglöp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 30.11.2022 11:13
Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. 30.11.2022 09:43
Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. 30.11.2022 07:09
Fjöldi umsókna um aðgerðir erlendis tvöfaldast vegna biðlista Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir því að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir. Um er að ræða tvöföldun á milli ára en í fyrra bárust stofnuninni 164 slíkar umsóknir. 30.11.2022 06:27
Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. 29.11.2022 21:12
Fella niður 33 þúsund Covid-sektir í kjölfar dómsmála Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hafa fellt niður yfir 33 þúsund sektir sem gefnar voru út vegna brota á sóttvarnareglum í kórónuveirufaraldrinum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að dómsmál voru höfðuð á hendur yfirvöldum, sem gengust við því að sektirnar hefðu verið óljósar. 29.11.2022 08:38
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29.11.2022 07:45
Enn ekki búið að ráða í stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands „Mínir félagsmenn eiga ekki til orð. Ég heyri mikla gagnrýni vegna þessa langa ráðningarferlis,“ segir Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, um urg vegna þess hve lengi hefur tekið að ráða í stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands. 29.11.2022 07:09
Ráðherra leggur til 37 milljarða heildarhækkun fjárframlaga Framlög til ýmissa málaflokka hækka um 37 milljarða króna ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 verða að veruleika. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögurnar fyrir fjárlaganefnd í gær. 29.11.2022 06:52