Ákærður fyrir að smygla tæplega tveimur kílóum af metamfetamíni Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 32 ára íslenskum karlmanni sem er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn er í ákærunni sagður hafa staðið að innflutningi tæplega tveggja kílóa af metamfetamíni. 14.4.2023 07:06
Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14.4.2023 06:56
Hótelþjófnaðir og fjársvik gegn ferðamönnum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um þjófnað á hóteli. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en engar frekari upplýsingar liggja fyrir nema að málið sé í rannsókn. 14.4.2023 06:16
Færði slökkviliðinu þakkir og bangsa handa öðrum börnum Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst hjartnæm kveðja í gær frá stúlku sem flytja þurfti með sjúkrabíl fyrir nokkru. 13.4.2023 07:03
Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. 13.4.2023 06:54
Tilkynnt um skartgripaþjófnað á hótelherbergi Lögreglu barst tilkynning í gær frá erlendum ferðamanni, sem varð fyrir þjófnaði á hótelherbergi sínu. Voru atvik þannig að á meðan viðkomandi var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum sínum hurfu skartgripir sem voru á herberginu. 13.4.2023 06:21
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12.4.2023 08:32
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12.4.2023 07:19
MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. 12.4.2023 06:41
Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. 12.4.2023 06:19