Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8.5.2023 10:32
Notuðu rafbyssu á mann og skutu hundana hans Yfirmenn Lundúnarlögreglunnar hafa gripið til varna fyrir lögreglumenn sem skutu mann með rafbyssu og skutu hundana hans tvo til bana fyrir framan öskrandi vitni. 8.5.2023 07:59
Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur og því ekki haldið utan um tölfræði Kulnun hefur ekki verið skilgreind sem sjúkdómur og því eru ekki til tölur um umfang tilvísana og vottorða vegna kulnunar hjá Landlæknisembættinu. Af sömu ástæðu liggur ekki fyrir tíðni greininga á kulnun eða þróunar þeirra. 8.5.2023 06:57
Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. 8.5.2023 06:40
Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. 7.5.2023 00:04
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6.5.2023 23:05
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. 6.5.2023 22:42
Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. 6.5.2023 21:44
Leikskólastarfsmaður dæmdur fyrir að taka börn hálstaki og klóra Kona sem starfaði á Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði, hefur verið dæmd fyrir að hafa beitt börn á aldrinum átján mánaða til þriggja ára ofbeldi. Var hún meðal annars ákærð fyrir að beita börn andlegum og líkamlegum refsingum. 6.5.2023 21:12
Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6.5.2023 19:57