Blákrabbinn ógnar afkomu þúsunda einstaklinga og fyrirtækja Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra. 22.8.2023 12:27
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hótanir og ofbeldi gegn lögreglumönnum, efnahagslegur ávinningur hvalveiða, búseta í iðnaðarhúsnæði og ný reglugerð um íbúakosningar í sveitarfélögum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 22.8.2023 11:28
Átta af hverjum þúsund innrituðum töskum týndist árið 2022 Tuttugu og sex milljónir taska eða annars konar farangur týndist hjá flugfélögunum árið 2022. Þetta jafngildir átta töskum af hverjum þúsund innrituðum töskum. 22.8.2023 10:36
Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. 22.8.2023 08:16
Sextán ára kosningaaldur og færanlegir kjörstaðir í nýrri reglugerð Ef ný reglugerð innviðaráðherra nær fram að ganga munu íbúakosningar í sveitarfélögum fara fram á tveggja til fjögurra vikna tímabili, með möguleika á hreyfanlegum kjörstöðum, til að mynda kosningabifreiðum. 22.8.2023 07:43
Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22.8.2023 07:10
Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. 21.8.2023 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Eldsvoðinn í Hafnarfirði, misheppnaðar efnaskiptaaðgerðir og óbragð á Akranesi verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 21.8.2023 11:40
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21.8.2023 08:11
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21.8.2023 07:13