Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið. 24.8.2023 11:15
Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. 24.8.2023 10:38
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24.8.2023 08:34
Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. 24.8.2023 07:38
Kaupsamningum fækkað um 30 prósent milli ára Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um 31,1 prósent milli ára en þeir voru 1.793 á þessu ári, samanborið við 2.603 á síðasta ári. Kaupsamningum fjölgaði milli mánaða í júní, voru 698 samanborið við 643 í maí. 24.8.2023 06:43
Þrír réðust á ungan dreng og reyndu að ná af honum munum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rán í gær en þar höfðu þrír einstaklingar reynt að ná munum af ungum dreng og beitt hann ofbeldi. Vildu þeir meðal annars fá skó hans, skartgripi og fleira. 24.8.2023 06:23
Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. 23.8.2023 12:22
Fjórðungur starfsmanna leikskólanna menntaðir kennarar Menntaðir kennarar voru 26,6 prósent starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna í desember 2022. Ófaglært starfsfólk var 57,6 prósent starfsfólks en aðrir höfðu lokið annarri uppeldismenntun. 23.8.2023 09:19
Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao. 23.8.2023 08:21
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23.8.2023 07:32