Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. 11.7.2025 07:33
Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. 11.7.2025 07:13
Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Skólastjóri og starfsmaður grunnskóla á Indlandi hafa verið handteknir eftir að foreldrar stúlkna kvörtuðu yfir því að þær hefðu verið neyddar til að afklæðast eftir að blóð fannst á salerni skólans. 10.7.2025 11:13
Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sex þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ritað sendiherra Kanada í Washington D.C. erindi þar sem þeir kvarta yfir því að reykur frá gróðureldum í landinu sé að eyðileggja sumarið fyrir íbúum Wisconsin og Minnesota. 10.7.2025 08:48
Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Þingfundur hefst klukkan tíu og eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið margumrædda. Þingfundinum í gær lauk klukkan 23:40, eftir umræður um fjármálaáætlun og veiðigjaldafrumvarpið. 10.7.2025 07:40
Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hygðust grípa til refsiaðgerða gegn Francescu Albanese, sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem hefur það á höndum að rannsaka mannréttindabrot á Gasa og Vesturbakkanum. 10.7.2025 07:19
Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar. 10.7.2025 07:10
Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni. 9.7.2025 11:38
Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Samgönguöryggismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa breytt reglum sínum þannig að farþegar á flugvöllum landsins munu nú ekki þurfa að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu nema í undantekningartilvikum. 9.7.2025 10:47
Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Rússneski herinn gerði gríðarlega umfangsmiklar árásir á Úkraínu í nótt, að sögn Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta, gegn 741 skotmarki. Segir hann Rússa hafa notað 728 dróna og þrettán eldflaugar í árásinni. 9.7.2025 10:21