Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20.1.2022 16:27
Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20.1.2022 16:17
Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20.1.2022 13:58
Ýmir: Orkan frá áhorfendum gefur okkur mikið Varnartröllið Ýmir Örn Gíslason hefur staðið í ströngu og getur ekki beðið eftir að taka á Dönunum. 20.1.2022 12:30
Aron og Bjarki líka með Covid Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir. 20.1.2022 10:42
Sigvaldi: Erum að spila geggjaðan handbolta „Mönnum líður mjög vel og hlakka til að mæta Dönum. Það er spenningur,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hefur farið á kostum á EM. 20.1.2022 10:30
„Förum í leikinn til að vinna og ekkert kjaftæði“ „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hlakka til,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spenntur fyrir öðrum dansi gegn sínum gömlu lærisveinum frá Danmörku. 20.1.2022 08:30
Þrír smitaðir í íslenska liðinu Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid. 19.1.2022 20:21
Guðmundur í gini dönsku pressunnar Það er frídagur á EM og dagurinn því nýttur á ýmsan hátt hjá liðunum. Meðal annars með því að hitta fjölmiðlamenn. 19.1.2022 18:30
Skýrsla Henrys: Guttarnir hans Gumma orðnir fullorðnir Maður hefur upplifað margt á mörgum stórmótum með landsliðinu en að rota Ungverja fyrir framan 20 þúsund manns og senda þá í frí á meðan Ísland fer með tvö stig í milliriðil er með því skemmtilegra. Þvílíkt kvöld í Búdapest! 18.1.2022 21:30