Telja að kviknað hafi í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi vegna gáleysis Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. 26.4.2020 08:08
Sólin skín á Norðurland og Vestfirði Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu og eru mestar líkur á sólríku veðri á Norðurlandi og Vestfjörðum. Í öðrum landshlutum verður að öllum líkindum skýjað að mestu í dag og lítilsháttar skúrir verða á sunnanverðu landinu. 26.4.2020 07:48
Par grunað um líkamsárás Par var handtekið í gærkvöldi vegna gruns um að það hafi ráðist á konu í Breiðholti. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Áverkar þolandans eru talin minniháttar. 26.4.2020 07:29
Sumarstarf KFUM og KFUK óbreytt í sumar Sumarstarf á vegum KFUM og KFUK mun fara fram með óbreyttu sniði í sumar. Því verða sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK með sama sniði og áður. 25.4.2020 13:50
Svona var 55. upplýsingafundurinn vegna kórónuveiru Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 25.4.2020 13:06
Víðir fær frí eftir 54 upplýsingafundi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, mun ekki sitja upplýsingafund vegna kórónuveirunnar í dag klukkan 14 eins og hann hefur gert síðasta rúma mánuðinn. 25.4.2020 12:08
Heimapróf fyrir kórónuveirunni samþykkt í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt heimapróf fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 25.4.2020 11:55
Sílíkonbrjóst björguðu lífi konu sem varð fyrir byssuskoti Kona sem lifði það af að vera skotin í brjóstkassann af návígi er talin hafa lifað skotið af vegna sílíkonbrjóstapúða sem hún var með. 25.4.2020 11:09
Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25.4.2020 09:42
Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. 25.4.2020 08:59