Verðum að sýna þolgæði til að komast í gegn um næstu mánuði „Þó stærsta orrustan sé unnin í stríðinu þá er stríðinu langt í frá lokið. Eins og við þreytumst ekki á að minna á þá þurfum við að halda vöku okkar því hættan er sú að veiran blossi upp aftur og þá er eins gott að vera viðbúin og það ætlum við að vera.“ 1.5.2020 14:53
Einn greindist með Covid-19 Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. 1.5.2020 13:26
Lögreglan í Ástralíu skaut árásarmann til bana Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. 1.5.2020 12:43
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1.5.2020 12:04
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1.5.2020 11:39
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1.5.2020 10:00
Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. 1.5.2020 09:40
Líf Norwegian hangir á bláþræði Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí. 1.5.2020 08:49
Grétar segist strax hafa orðið sjúkur í Siggu Beinteins Stjórnin hefur skemmt landanum í yfir þrjátíu ár. Margir tengja hvert lag við ákveðið tímabil, staðsetningu eða viðburð og eru sumarsmellirnir orðnir fjölmargir. Fylgst var með Stjórninni í Íslandi í dag í gærkvöldi og var þessari spurningu velt upp: Hversu vel þekkja Sigga og Grétar í Stjórninni hvort annað eftir að hafa verið „par“ í rúm þrjátíu ár og haldið tæplega þúsund tónleika saman? 1.5.2020 08:16
Tvö tilfelli samkomubannsbrots á veitingahúsum Lögregla hafði afskipti af tveimur veitingahúsum í Reykjavík í gærkvöldi og nótt vegna brots á samkomubanni. Á báðum v»eitingastöðunum voru um 30 manns þegar lögreglu bar að garði. 1.5.2020 07:26