„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6.7.2020 16:15
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6.7.2020 14:19
Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6.7.2020 13:48
Sameiginleg stefnumörkun í loftslagsmálum myndi styrkja stöðu Norðurlandanna Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal helstu tillagna í skýrslu Bjarna er aukin sameiginleg stefnumörkun Norðurlandanna á sviði loftslagsmála og segir að það myndi styrkja stöðu Norðurlandanna á alþjóðavettvangi ef slík stefna væri til staðar. 6.7.2020 13:35
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6.7.2020 13:04
Eitt vinsælasta glæpahlaðvarpið fjallar um morðið á Birnu Brjánsdóttur Morðið á Birnu Brjánsdóttur er tekið fyrir í nýjasta þætti hins vinsæla glæpahlaðvarps Crime Junkie, þar sem tekin eru fyrir morðmál, mannshvörf og sögur um raðmorðingja. 6.7.2020 11:25
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3.7.2020 22:00
Vél Ryanair þurfti að nauðlenda á Grikklandi Flugvél Ryanair sem var á leiðinni frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki í kvöld með 164 manns um borð. 3.7.2020 21:36
„Borðum rétt“ brot á einkaleyfi Eldum rétt Álfasaga fær ekki að nota slagorðið „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt,“ til sölu og markaðssetningar á matarpökkum og annarri tengdri vöru. Slagorðið er talið svipa of til slagorðs Eldum rétt, „Eldum rétt,“ sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á. 3.7.2020 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn yfirlæknis. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 3.7.2020 18:01