Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20.2.2024 09:01
Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19.2.2024 12:01
Hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi áður en það verður of seint Umhverfisráðherra Washingtonríkis í Bandaríkjunum hvetur íslensk stjórnvöld að banna sjókvíaeldi. Hún segist óska þess að hún sjálf hefði bannað það í heimaríkinu áður en 350 þúsund eldislaxar sluppu út í náttúruna. 19.2.2024 10:00
Fara líklega ekki inn fyrr en eftir helgi Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær. 16.2.2024 21:30
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16.2.2024 11:39
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16.2.2024 10:56
„Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. 16.2.2024 00:20
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15.2.2024 11:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tugir manna vinna allan sólarhringinn við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn á Reykjanesi. Þá var vinnuvegur lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.2.2024 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel og örugglega fyrir sig í nótt. Um 50 manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka síðan við keflinu í dag. Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga en skólahald er til skoðunar. 11.2.2024 11:35