Nýjar sprungur gætu opnast án fyrirvara Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 9.4.2021 21:12
Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. 9.4.2021 21:00
Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. 9.4.2021 20:30
Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. 9.4.2021 19:26
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9.4.2021 18:43
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 9.4.2021 18:21
Flugvél Emirates þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu í Keflavík Boeing 777 flugvél flugfélagsins Emirates, sem var á leið frá Dubai til Toronto í Kanada, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Vélin þurfti að losa sig við eldsneyti til að létta vélina svo að hún fengi að lenda á flugvellinum og gerði það yfir Hafnarfirði. 9.4.2021 18:08
Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9.4.2021 17:54
„Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. 9.4.2021 17:41
Göngumennirnir komnir í leitirnar Göngumennirnir tveir sem týndust við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í kvöld eru komnir í leitirnar. Mennirnir komust af sjálfsdáðum niður af fjallinu og mættu þar björgunarsveitarfólki sem hafði verið að leita að þeim. 8.4.2021 23:35