Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11.9.2022 14:00
Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja. 11.9.2022 11:48
Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. 11.9.2022 11:25
Sprengisandur: Uppbygging á húsnæðismarkaði, tímamót á Bretlandi og náttúruhamfarir Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Verkefni stofnunarinnar vaxa með breyttu loftslagi, áhætta af hamförum breytist hratt og kostar alltaf meira og meira. 11.9.2022 09:15
Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. 11.9.2022 08:49
Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. 11.9.2022 08:32
Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Papúa Nýju-Gíneu Risastór jarðskjálfti reið yfir í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en miklar skemmdir urðu á eignum og vitð er um nokkra sem slösuðust í skjálftanum. 11.9.2022 08:02
Sól fyrir sunnan en rok og rigning á Norður- og Austurlandi Helgarlægðin er nú gengin yfir landið og komin suðaustur á mið. Búast má við örlitlu roki með súld norðan- og austanlands í dag en úrkoma mun minnka þegar líður á daginn. 11.9.2022 07:38
Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. 11.9.2022 07:26
Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. 10.9.2022 16:51