Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég held að það sé full á­stæða til að óttast“

Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. 

Rýnt í fyrsta dag Trumps í em­bætti og deilt um Reykja­víkur­flug­völl

Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti.

Virkjanaleyfið fyrir Hæsta­rétt og inn­setning Trumps

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu.

Meint ó­lög­mæt mót­mæli og al­þjóð­leg vernd

Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt.

Weidel og Scholz kanslaraefni

Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. 

Endur­vekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf

Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf.

Sjá meira