„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. 13.1.2025 11:59
Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7.1.2025 14:34
Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. 7.1.2025 10:58
„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð. 7.1.2025 08:49
Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið. 6.1.2025 17:30
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6.1.2025 14:39
Hildur áfram þingflokksformaður Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins þegar þing kemur saman. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um þetta á þingflokksfundi í dag. 6.1.2025 13:54
Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir. 6.1.2025 13:16
Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum. 6.1.2025 11:11
Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. 6.1.2025 10:03