Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þegar ég hugsa til baka þá fæ ég bara kökk í hálsinn“

Kona sem þurfti að bíða í næstum ár eftir NPA-þjónustu segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Hún er þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fær nú, sem þó dugar ekki til.

Garða­bæ ó­heimilt að skerða þjónustu við ellefu ára stúlku

Garðabæ var óheimilt að skerða NPA-þjónustu við ellefu ára stúlku á þeim forsendum að foreldrar hennar beri umönnunar- og forsjárskyldu sem slíkir. Faðir stúlkunnar og lögmaður fjölskyldunnar vona að sveitarfélög fari að lögum og málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Úkraínu­menn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“

Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu.

Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi.

Hinir grunuðu í mansalsmálinu ganga lausir

Ekki var talin ástæða til þess að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rann út í gær og þeir ganga því lausir.

„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“

Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu.

„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“

Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt.

Telur ís­lenska stjórn­sýslu hafa brotið lög í máli Yazan

Hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu er mjög skelkaður eftir aðgerðir lögreglu aðfararnótt mánudags, þegar vísa átti honum og fjölskyldu hans úr landi. Lögmaður fjölskyldunnar telur að íslensk yfirvöld hafi brotið lög við málsmeðferð og framkvæmd í máli fjölskyldunnar. Öryggi hans er talið betur borgið á Barnaspítalanum en í Rjóðrinu.

Sjá meira