Spá kröftugum efnahagsbata og að faraldurinn verði kveðinn í kútinn á seinni hluta árs Hagfræðideild Landsbankans segir útlit fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldurinn á seinni hluta þessa árs og að landsframleiðsla aukist hérlendis um 4,9% á árinu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga gangi hægt og sígandi niður eftir því sem líður á árið. 18.5.2021 12:56
Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18.5.2021 11:34
MDE staðfesti dóm Hæstaréttar í máli kvenna sem nutu aðstoðar staðgöngumóður Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar þess efnis að Þjóðskrá þurfi ekki að skrá tvær íslenskar konur, sem eignuðust dreng með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, sem foreldra hans. Úrskurður þess efnis var birtur í dag. 18.5.2021 10:49
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15.5.2021 00:03
Rúrik og Renata fengu fullt hús stiga og eru komin í undanúrslit Rúrik Gíslason og Renata Lusin dönsuðu Paso Doble í Let‘s dance þætti kvöldsins og tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Parið hlaut 30 stig fyrir dansinn eða fullt hús stiga og mikið lof dómara. 14.5.2021 23:33
Natan Dagur komst áfram í undanúrslit með mögnuðum flutningi Natan Dagur sló enn og aftur í gegn í átta manna úrslitum The Voice Norway í kvöld og er nú kominn áfram í undanúrslit söngvakeppninnar vinsælu. 14.5.2021 21:53
Lögreglan reynir að staðsetja dularfulla ljósmynd og leitar til almennings Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings við að finna tökustað ljósmyndar sem hún hefur undir höndum. Myndin er sögð tengjast máli sem embættið er með til rannsóknar en ekki er greint nánar frá eðli málsins. 14.5.2021 20:36
Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá. 14.5.2021 20:12
Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. 14.5.2021 19:01
Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. 14.5.2021 18:44