Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fresta Krónumóti HK í fótbolta

HK og Krónan hafa tekið ákvörðun um að fresta Krónumóti HK í fótbolta vegna fjölgunar kórónuveirusmitaðra í samfélaginu. Mótið átti að fara fram helgina 13. og 14. nóvember í Kórnum í Kópavogi.

Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt

Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði.

Spá mestu verðbólgu í níu ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012.

Jóhanna Sigurðar­dóttir hlaut braut­ryðj­enda­verð­launin

Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, hlaut í dag braut­ryðj­enda­verð­launin á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu. Verð­launin, sem eru nefnd Tra­il­blazer Award, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn en þau eru veitt kven­þjóðar­leið­togum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kyn­slóðir í jafn­réttis­málum.

Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum.

At­vinnu­leysi heldur á­fram að dragast saman

Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn.

Hafni kröfum um endur­­­skoðun á veikinda­rétti og vakta­á­lagi

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 

Spá um­tals­verðri hækkun verð­bólgu í nóvember

Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu.

Sjá meira