Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12.9.2022 06:33
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. 12.9.2022 06:25
Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9.9.2022 16:00
Tók síðustu ljósmyndirnar af Elísabetu Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu. 9.9.2022 14:25
Skjálfti rúmlega fjórir að stærð austur af Grímsey Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í dag varð skjálfti 4,1 að stærð sextán kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar hafa borist frá fólki á Akureyri og Siglufirði sem fann fyrir skjálftanum. 9.9.2022 13:52
Skrefinu nær bóluefni gegn malaríu en Bretar gætu slaufað verkefninu Þessa stundina er R21 bóluefnið gegn malaríu prófað í Búrkínu Fasó, Kenía, Malí og Tansaníu. Efnið hefur sýnt allt að 77 prósent virkni en allt gæti farið í vaskinn ef Bretar hætta við aðkomu sína að verkefninu. 9.9.2022 11:59
Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9.9.2022 07:15
Vaktin: Elísabet Bretlandsdrottning er fallin frá Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8.9.2022 13:55
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8.9.2022 13:26
Reyndu að stofna kínverskt sjálfstjórnarsvæði á Marshall-eyjum Tveir Kínverjar voru nýlega ákærðir af yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir að múta þingmönnum og opinberum starfsmönnum á Marshall-eyjum til þess að reyna að stofna sjálfstjórnarsvæði fyrir Kína á afskekktri eyju. Eyjurnar var undir stjórn Bandaríkjanna til ársins 1979. 8.9.2022 12:42