Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21.9.2022 06:38
Þorpið vistfélag kaupir JL húsið Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir. 20.9.2022 12:47
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20.9.2022 11:56
Brad Pitt óvænt með fyrstu listsýningu sína í Finnlandi Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli. 20.9.2022 11:35
Ásgeir nýr framkvæmdastjóri Procura Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna. 20.9.2022 10:15
Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20.9.2022 09:47
Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20.9.2022 07:56
Herinn í Mjanmar skaut sex skólabörn til bana Sex börn eru látin og sautján slösuð eftir að þyrla mjanmarska hersins skaut á skóla á Sagaing-svæðinu á föstudaginn. Herinn heldur því fram að uppreisnarmenn hafi notað skólann til að ráðast á hermenn. 20.9.2022 07:07
Eldur kom upp í þaki Lava Show Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. 20.9.2022 06:46
Grunsamlegir menn reyndust vera í leit að ánamöðkum Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi. Lögreglan hafði uppi á mönnunum en þeir reyndust einungis vera í leit að ánamöðkum. 20.9.2022 06:28