Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. 9.10.2022 19:12
Keyrði í fyrsta sinn í snjókomu í gær Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan. 9.10.2022 18:12
Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 9.10.2022 08:25
Áform um skandinavískt sjávarþorp á Kársnesi Fyrirtækið sem stendur á bak við Sky Lagoon vill byggja skandinavískt sjávarþorp við strönd Kársnessins. Aðeins eitt púsl vantar og heldur Kópavogsbær því hjá sér þar til deiliskipulagsvinnu er lokið. 9.10.2022 07:01
Stefna á nýjan golfvöll í Múlaþingi Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 8.10.2022 07:02
Porsche verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu Porsche er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu. Félagið tók yfir Volkswagen í vikunni og er nú 85 milljarða dollara virði sem samsvarar tólf þúsund milljörðum íslenskra króna. 7.10.2022 12:26
Besta sætanýting í september frá upphafi Sætanýting Icelandair í september var 83,3 prósent. Um er að ræða bestu sætanýtingu félagsins í september frá upphafi. Heildarfarþegafjöldi félagsins í september var 387 þúsund. 7.10.2022 10:06
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7.10.2022 09:22
Sagt upp því áfanginn var of erfiður Kennara við Háskólann í New York var nýlega sagt upp eftir að nemendur hans kvörtuðu yfir því að áfangi hans væri of erfiður. Samstarfsmenn kennarans hafa kvartað yfir uppsögninni. 7.10.2022 08:33
Stytturnar á Páskaeyju verulega skemmdar eftir bruna Nokkrar af heimsfrægu styttunum á Páskaeyju eru verulega skemmdar eftir sinubruna á svæðinu þar sem þær eru staðsettar. Talið er að eldurinn sé af mannavöldum. 7.10.2022 07:32