Gameveran fær góðan gest Gameveran Marín fær góðan gest til sín í kvöld. Það er Odinzki og saman ætla þau að spila hinn gífurlega vinsæla leik Portal 2 og jafnvel fleiri leiki. 2.2.2023 20:30
Nánast öllu starfsfólki Cyren sagt upp Nánast öllu starfsfólki tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren hefur verið sagt upp, þar af þrjátíu starfsmönnum á Íslandi. Móðurfyrirtækið stendur á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að rekstur íslensku deildarinnar hafi gengið vel. 2.2.2023 15:04
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2.2.2023 13:24
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2.2.2023 13:21
Allt það helsta frá kynningu Samsung Samsung frumsýndi nýjar vörur í gær sem munu koma í verslanir á næstu vikum. Sýndir voru þrír nýir símar og nýjar fartölvur. 2.2.2023 10:43
Ástralar vilja ekki borga með Karli Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum. 2.2.2023 09:03
Svífa niður í Al Mazrah Stelpurnar í Babe Patrol setja stefnuna á þeirra fyrsta sigur í Warzone 2 í kvöld. Harðir bardagar munu eiga sér stað í Al Mazrah. 1.2.2023 20:30
Áfrýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast saklausir Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag. 1.2.2023 16:32
Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. 1.2.2023 16:14
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. 1.2.2023 15:35