Atvinnuleysi jókst um meira en helming milli mánaða Atvinnuleysi mælist nú fimm prósent og jókst um 1,9 prósentustig milli mánaða. Atvinnulausum karlmönnum fjölgaði til muna og jókst hlutfall þeirra um 3,1 prósentustig milli mánaða. 22.3.2023 09:23
Öfgafull fjölkærni sæfíla gæti orsakað ótímabær dauðsföll Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Tasmaníu hefur leitt í ljós að pressan á bak við „öfgafulla fjölkærni“ sæfíla í suðvestur Kyrrahafi gæti orsakað því að lífslíkur karldýra hrynji stuttu eftir kynþroska. 22.3.2023 09:04
Úr farbanni í gæsluvarðhald vegna dóms fyrir að skera annan mann á háls Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi vegna evrópskrar handtökuskipunar eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás erlendis. 21.3.2023 15:39
Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. 21.3.2023 14:45
Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. 21.3.2023 14:06
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21.3.2023 11:02
Þræddi fjallvegi Tenerife til að skoða eldfjall Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti annarrar þáttaraðar eru Fiat 500 og Fiat 500e teknir fyrir. 21.3.2023 09:04
Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20.3.2023 16:18
Nýir sölustjórar hjá A4 Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 20.3.2023 15:31
Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20.3.2023 15:24