Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. 27.2.2025 20:02
Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 27.2.2025 10:12
„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. 17.2.2025 20:02
Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17.2.2025 18:31
„Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. 17.2.2025 13:01
„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. 14.2.2025 11:58
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13.2.2025 13:01
Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 13.2.2025 10:38
Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. 12.2.2025 19:30
Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara. 12.2.2025 16:53