Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hamilton opnar sig um þung­lyndi og ein­elti: „Hafði engan til að tala við“

Sjö­faldi For­múlu 1 heims­meistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þung­lyndi sam­hliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótor­sportheiminum. Í opin­skáu við­tali við The Times talar Hamilton um bar­áttu sína við þung­lyndi og opnar sig um ein­elti sem hann varð fyrir í skóla.

Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þor­láks­höfn

Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 

Ten Hag verði ekki rekinn

Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Mögnuðu tíma­bili ný­liðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“

Ný­liða­tíma­bili stór­stjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfu­bolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fe­ver, féll úr leik í úr­slita­keppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vin­sældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Fram­haldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfu­boltann í heild sinni.

Óttast ekki bikar­þynnku: „Al­vöru sigur­vegarar finna sér hvatningu“

Ný­krýndir bikar­­­meistarar KA mæta svo til pressu­lausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heima­velli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sér­stakt til að keppa að í deildinni óttast Hall­grímur Jónas­­­son, þjálfari KA-manna, ekki bikar­þynnku eftir fagnaðar­læti síðustu daga í kjöl­far sigursins sögu­­lega. Fögnuð þar sem leik­­­menn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu.

Stuðnings­menn gengu ber­serks­gang og þjálfarinn fann fyrir því

Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. 

Sjá meira