Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21.3.2022 11:01
Jóhannes Björn er látinn Jóhannes Björn Lúðvíksson, rithöfundur og samfélagsrýnir, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York borg í Bandaríkjunum að morgni sunnudagsins 13. mars síðastliðinn. 20.3.2022 22:25
Fimmtán milljónir frá ríkinu níu árum eftir fimm vikna einangrun Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða tollverði tæplega fimmtán milljón krónur í bætur og nema bótagreiðslur til hans nú samanlagt um tuttugu milljónum króna. Tollvörðurinn varði fimm vikum í gæsluvarðhaldi og einangrun árið 2013 vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 20.3.2022 08:30
Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. 18.3.2022 16:09
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18.3.2022 12:16
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17.3.2022 16:08
„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17.3.2022 14:38
Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16.3.2022 16:41
Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. 16.3.2022 16:27
Bein útsending: „Stríð, mannréttindi og lýðræði“ Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna?“ í dag klukkan 12 í Öskju 132 í Háskóla Íslands. 16.3.2022 11:30