Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa. 9.5.2022 12:08
Söguleg skóflustunga í beinu framhaldi af útskrift Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku í dag sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Þetta kemur fram í skeyti frá Runólfi Ágústssyni skólastjóra. 7.5.2022 17:07
Ný hljóð við Hörpu með komu nýs útilistaverks Útilistaverkið Himinglæva var afhjúpað fyrir framan Hörpu í dag. Listaverkið er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu og er fagurlega formað hljóðfæri. Tónar heyrast frá listaverkinu þegar vindurinn blæs. 7.5.2022 16:54
Frænka situr uppi með kostnaðinn eftir deilur um faðerni Kona nokkur hefur verið dæmd til að greiða ekkju bróður síns og syni hans málskostnað og kærumálskostnað vegna faðernismáls sem hún höfðaði eftir að bróðir hennar féll óvænt frá. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti á dögunum. 7.5.2022 16:27
Faðir dæmdur fyrir ofbeldi gegn fjórtán ára dóttur Faðir á Austurlandi hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni í október 2020. Hún var fjórtán ára þegar brotið átti sér stað. 7.5.2022 15:52
Ný þjóðarhöll sem leysi vandamálið rísi í Laugardal árið 2025 Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð síðdegis. 6.5.2022 15:51
Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. 6.5.2022 08:36
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6.5.2022 08:16
Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. 5.5.2022 14:26
Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 5.5.2022 14:22
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti